Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

43. fundur

Fundur stjórnar AFE var  haldinn miðvikudaginn 4. desember kl. 16:00 að Glerárgötu 36 í fundarherbergi 3 hæð.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson stjórnarformaður
Árni V. Friðriksson ritari
Aðalheiður Eiríksdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Rögnvaldur Ingólfsson (Varamaður)

Starfsmenn AFE:
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri og Magnús Þór Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt samhljóða.

2. Umræður um framtíðarsýn AFE. Breytingar á starfsemi félagsins.

Lagðar fyrir fundinn samandregnar niðurstöður umræðna um framtíðarsýn.  Umræður um málið.  Samþykkt að nýjar áherslur byggi á framlögðum gögnum.  Starfsmönnum falið senda bréf til sveitarstjórna þar sem endurskoðun á starfsemi félagsins er kynnt með það að markmiði að hægt verði að halda kynningu á niðurstöðunni með hverri sveitarstjórn eftir áramót. 

Umræður um verkferla.  Starfsmenn gerðu grein fyrir ferli verkefna og erinda í verkbókhaldi AFE.

Umræður um ferðamálasvið.    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir umræðum á fundi um ferðamál 29. nóvember sem haldinn var á Húsavík. 

3. Önnur mál

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir hugmynd um ráðstefnu í Reykjavík um Norðurland þar sem kostir svæðisins yrðu tíundaðir með áherslu á aðdráttarafl gagnvart fyrirtækjum.  AFE vinnur að málinu með öðrum atvinnuþróunarfélögum á Norðurlandi og fjárfestingarfélaginu Tækifæri.

Næsti fundur ákveðinn 13. janúar

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:00

Fundarritari: MÁ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is