Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

36. fundur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Stjórnarfundur haldinn 16.maí 2002 kl 10 að Glerárgötu 36

Mættir stjórnarmenn:
Sigurður J. Sigurðsson, stjórnarformaður, Guðrún Pálína Jóhannsdóttir varaformaður, Hákon Hákonarson, ritari og Aðalheiður Eiríksdóttir meðstjórnandi

Auk þess starfsmenn AFE:
Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri , Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður þróunarsviðs og Magnús Þór Ásgeirsson, forstöðumaður nýsköpunar- og markaðssviðs

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2. Lagðir fram reikningar AFE fyrir rekstrarárið 2001 til samþykktar

Framkvæmdastjóri fór yfir reikninga ársins.  Hagnaður ársins var 1.974    þúsund.   Umræður um reikninga félagsins.

Stjórn samþykkir að leggja reikninga fyrir rekstrarárið 2001 fram til aðalfundar.

3. Tímasetning aðalfundar og fyrirkomulag.

Ákveðið að halda aðalfund 19.júní kl 16.00   

Fundarboð þarf að berast sveitarstjórnum fljótlega en ítrekað svo viku fyrir fundinn.  Rætt um möguleika þess að senda sérstakt boð á sveitarstjórnarmenn eftir kosningar.  

4. Umræður um stefnumótun AFE

Framkvæmdastjóri fór yfir stefnumótunarvinnu AFE með Helga Gestssyni.

Umræða um markaðslegan ávinning mismunandi staðsetninga fyrirtækja.  Umræður um stefnu sveitarfélaga í atvinnumálum og tæki til að laða að fyrirtæki.   

5. Staða helstu verkefna

Niðurstöður Atvinnulífskönnunar AFE:

Magnús kynnti niðurstöður könnunarinnar

Stefnumótun í Ferðaþjónustu í Eyjafirði:

Verkefnið lauslega kynnt.

6. Önnur mál

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 12.

Fundargerð ritaði Magnús Þór Ásgeirsson

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is