Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

42. fundur

Fundur stjórnar AFE var  haldinn mánudaginn 2. desember kl. 16:00 að Glerárgötu 36 í fundarherbergi 3 hæð.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson stjórnarformaður
Árni V. Friðriksson ritari
Aðalheiður Eiríksdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Rögnvaldur Ingólfsson (Varamaður)

Starfsmenn AFE:
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri og Magnús Þór Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt samhljóða.

2. Framtíðarsýn AFE. Breytingar á starfsemi félagsins 

Vinnuhópur hefur komið saman og mótað áherslur AFE.  Minnisblað til stjórnar lagt fyrir fundinn.  Framkvæmdastjóri fór yfir minnisblaðið.  Umræður um málið.  Ákveðið að AFE stilli upp áherslum, verklagi og stefnu á grunni minnisblaðsins og sendi stjórn til kynningar á morgun.  

3.  Önnur mál

Launagreiðslur til stjórnarmanna.

Framkvæmdastjóri skýrði frá launagreiðslum fyrir stjórnarsetu í sambærilegum nefndum og ráðum.

Stjórn ákvað að greiða sérstaklega fyrir hvern fund á vegum AFE það sama og greitt er fyrir stjórnarfundi AFE.

Næsti fundur ákveðinn 4. desember kl 16

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 18:39   

Fundaritari: MÁ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is