39. fundur
Fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar var haldinn mánudaginn 9. september kl. 16:00 að Glerárgötu 36 í fundarherbergi 3 hæð.
Stjórnarmenn:
Valur Knútsson stjórnarformaður
Árni V. Friðriksson ritari
Valdimar Bragason varaformaður
Aðalheiður Eiríksdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Starfsmenn AFE:
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri,
Magnús Þór Ásgeirsson forstöðumaður markaðs- og nýsköpunarsviðs.
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Staða mála í Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Formaður sagði frá þróun mála varðandi undirbúning Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Umræður um málið.
3. Staða mála varðandi STÓREY (Fskj 1)
Formaður sagði frá stöðu mála varðandi stóriðjuathuganir í Eyjafirði. Rætt um samstarf STÓREY við aðra starfshópa um stóriðju. Umræður um málið. Stjórn leggur til að starf STÓREY verði endurskoðað og formanni falið að vinna málið áfram fyrir hönd AFE.
4. Önnur mál
Millilandaflug (Fskj 2)
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála í þeim verkefnum sem tengjast millilandaflugi.
Iðnaðarráðuneytið- Byggðaáætlun
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við Kristján Skarphéðinsson í Iðnaðarráðuneytinu varðandi erindi AFE.
Fyrirkomulag stjórnarfunda
Formaður gerði grein fyrir breyttu fyrirkomulagi funda, þannig að starfsmenn sitji ekki stjórnarfundi nema að eftir því sé óskað.
Sjávarútvegssýningin 2002
Rætt var um að fá eyfirsk fyrirtæki tóku þátt í sýningunni. Umræður hvernig mætti stuðla að betri þátttöku í sýningum og viðburðum.
Næsti fundur ákveðinn 14. október kl 4
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 17.42
Fundaritari: MÁ