Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

33. fundur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
9. janúar 2002 kl. 16:00 -18:30
Glerárgata 36

Stjórnarmenn
Sigurður J. Sigurðsson
Ásgeir Logi Ásgeirsson (varamaður RSF)
Hallgrímur Ingólfsson Ómar Banine
Aðalheiður Eiríksdóttir
Hákon Hákonarson

Starfsmenn
Hólmar Svansson, framkvæmdarstjóri
Benedikt Guðmundsson sem ritar fundagerð

1. Fundargerð síðasta fundar

Lögð var fram fundargerð 32. fundar og var hún samþykkt samhljóma.

2. Erindi frá fyrrverandi bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar

SJS kynnti bréf frá RSF þar sem hann segja sig frá stjórnarsetu í AFE þar sem hann hefur látið af störfum sem bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. Var samþykkt að leita eftir því við fulltrúa meirihluta sveitastjórna Dalvíkurbyggðar og Ólafsfjarðar að þau tilnefni aðalmann og varamann í stjórn AFE vegna þessa.

3. Erindi frá FA um kynningarmál AFE

HS kynnti erindi frá FA og fór yfir bréf þeirra sem og þá greinargerð sem hann sendi á vinnuhópinn sem á í viðræðum við FA frá Akureyrarbæ og AFE. Stjórnarmenn voru sammála um að halda áfram viðræðum við FA. Þegar niðurstaða þeirra viðræðna liggja fyrir verður málið tekið fyrir að nýju.

4. Verkefni í gangi

Starfsmenn fóru yfir verkefni hver á sínu sviði. SJS spurðist fyrir um samninginn við Byggðastofnun. HS upplýsti að málið væri í biðstöðu og greiðslur myndu berast með sama hætti og fyrr.

5. Sérstök verkefni og áherslur á árinu 2002.

HS fór yfir þau verkefni sem eru framundan. Varðandi stefnumótun AFE voru stjórnarmenn sammála um að fara í þá vinnu og senda drög út til sveitarfélaganna sem tækju síðan afstöðu til þeirra draga. Hann nefndi stefnumótun í ferðamálum á Eyjafjarðarsvæðinu og tilboð Iðntæknistofnunar þar af lútandi. Hann vildi gjarnan fá viðbrögð stjórnarmanna. Fram kom ábending um að nýta heimaaðila, ef þeir væru til staðar, til að framkvæma þetta. Framkvæmdarstjóri rökstuddi ákvörðun sína um að leita til Iðntæknistofnunar. Gáttin 2002, upplýsingariti um starfsemi AFE, var til umræðu og telur stjórn félagsins æskilegt að ritið komi út seinnipart sumars. Vaðlaheiðagöng og stofnun undirbúningshóps vegna þeirrar framkvæmdar ásamt hugmynd að samtökum aðila í verktaka- og byggingariðnaðinum á Eyjafjarðarsvæðinu var einnig til umræðu. Varðandi innri mál þá stefnir AFE í að hefja skráningu á verktíma verka og kostnað þar að lútandi.

6. Önnur mál

Engin önnur mál og fundi slitið kl. 18:30

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is