32. fundur
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
5. desember 2001 kl. 16:00 -17:30
Glerárgata 36
Stjórnarmenn
Sigurður J. Sigurðsson, formaður
Aðalheiður Eiríksdóttir
Ásgeir Logi Ásgeirsson (varamaður RSF)
Fjarverandi:
Hallgrímur Ingólfsson
Hákon Hákonarson
Starfsmenn
Hólmar Svansson, framkvæmdarstjóri
Magnús Þór Ásgeirsson sem ritar fundagerð
Formaður kom á fundinn, en þurfti að bregða sér frá. Ásgeir Logi setti fund í fjarveru formanns.
1. Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð 31. fundar AFE samþykkt án athugasemda.
2. Rekstur 10 mánaða
Framkvæmdastjóri kynnti rekstur fyrstu 10 mánaða ársins. Fram kom að aðeins hluti nóvember var kominn inn og að miklu leyti tekjurnar en ekki gjöldin, óskað verður eftir því við bókara að reyna að fá hrein tímabil í uppgjörum þar sem það gefi betri mynd.
3. Lögð fram áætlun 2002
Framkvæmdarstjóri fór yfir áætlun fyrir árið 2002 og útskýrði þær breytingar á milli ára. Gert er ráð fyrir hækkun framlaga um 5,59%, en á móti kemur að félagið missir eina milljón í tekjur vegna ráðningar starfsmanns atvinnumálanefndar Akureyrar. Raunframlög til félagsins lækka því á milli ára þar sem verðbólga hefur verið nálægt 8-9% ár árinu. Húsaleiga er vísitölutryggð og gert er ráð fyrir 5% verðbólgu. Rætt um að gera mætti ráð fyrir auknum kostnaði vegna Vest-Norden ráðstefnunnar sem haldin verður á Akureyri á næsta ári, sem og ef af millilendingum Grænlandsflugs verður. Rætt um að AFE styrki SímEy um 500 þús. á árinu 2002 sem síðasta greiðsla stofnframlags. Fundurinn bókar að í uppgjöri fyrir 2001 verði miðað við að framlag til Frumkvöðlaseturs Norðurlands verði tekið af liðnum "styrkir úr verkefnasjóði AFE". Var síðan fjárhagsáætlun borin undir fundinn sem samþykkti hana einróma.
4. Staða gagnvart Byggðastofnun
Framkvæmdastjóri kynnti stjórnarmönnum frá fundi sem hann átti ásamt öðrum framkvæmdastjórum Atvinnuþróunarfélaga með Byggðastofnun. Þar var rætt um nýjan samning Byggðastofnunar við Atvinnuþróunarfélögin. Framkvæmdastjóri fór yfir helstu liði samningsins og fram kom að helsta krafa Byggðastofnunar sé að greitt verði til félagana eftir tímamælingu. Kom fram hjá fundarmönnum óánægja með drög Byggðastofnunar eins og þau standa, en beðið er frekari útfærslna á samningi.
5. Önnur mál
5.1. Gestir á stjórnarfundi
Stefán Gunnlaugsson kynnir Landsbankann- Framtak
Arne Vagn Olsen kynnir Tækifæri
Stefán sagði frá tildrögum Landsbankans - Framtaks, en Landsbankinn tók þátt í útboði um fjármagn Framtakssjóðs Nýsköpunarsjóðs. Hafa fjárfest í 9 félögum af 120 málum: Umsýn, Skrín, Títan, Halotis, DomesticSoft, Atferlisgreining, Idega, Bergspá, Veðvörur. Verið að ganga frá Fox á Akranesi. Staðan núna er þannig að framboð af fjármagni á markaði er lítið og sjóðurinn er afar varfærinn.
Arne fór yfir tildrög Tækifæris, en félagið var stofnað í desember 1999 og lagði Byggðastofnun 40% í sjóðin gegn 60% heimamanna. Gerir um 20% arðsemiskröfu. Hafa fengið um 60 mál. Hafa fjárfest í 6 félögum: Íslenskur Harðviður, Martel, Skrín, Vilko, MT-Bílar, Halotis. Eru að skoða Bonus Orto og Hextækni og líklega fjárfest fyrir áramót. Nauðsinlegt að auka hlutafé sjóðsins fyrir áramót til að nýta aftur mótframlag Byggðastofnunar.
Rætt um fjárfestingaumhverfið almennt og hvernig haga mætti samstarfi fjárfestingafélaganna og Atvinnuþróunarfélagsins. Arne og Stefáni var þökkuð kynningin og þeir viku af fundi.
5.2. Tillaga til þingsályktunar um Byggðamál
Framkvæmdastjóri kynnti nokkrar tillögur úr þingsályktuninni sem snúa sérstaklega að Eyjafjarðarsvæðinu og starfi Atvinnuþróunarfélagsins.
5.3 Almennar umræður
Umræða m.a. um upplýsingatækni á starfsvæðinu.
Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 19:00
MÁ