Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

37. fundur

Stjórnarfundur AFE haldinn þriðjudaginn 25. júní kl. 16:00 að Glerárgötu 36 í fundarherbergi 3 hæð.

Mættir stjórnarmenn:  Valur Knútsson, Oktavía Jóhannesdóttir, Aðalheiður Eiríksdóttir, Árni V. Friðriksson, Valdimar Bragason

Auk þess starfsmenn AFE: Hólmar Svansson framkvæmdastjóri, Magnús Þór Ásgeirsson forstöðumaður markaðs- og nýsköpunarsviðs og Ómar Banine forstöðumaður ferðamálasviðs.

Dagskrá:

1. Stjórn skipti með sér verkum: 

Aldursforseti nýrrar stjórnar, Árni Friðriksson, setti fund samkvæmt hefð og stakk upp á Val Knútsyni sem formanni.   Valur var kjörinn formaður og tók við fundarstjórn.  Valdimar Bragason var kjörinn varaformaður, Árni V Friðriksson var kjörinn ritari. 

Rætt um fundarsköp.  Ákveðið að afgreiða fundargerðir með hliðsjón af reglum Akureyrarbæjar um fundarritun.

2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar og aðalfundar

Framkvæmdastjóri kynnti fundargerð síðasta stjórnarfundar fyrrverandi stjórnar.  Fundargerð aðalfundar liggur ekki endanlega fyrir. 

3. Fjárhagsstaða félagsins fyrstu 5 mánuði ársins. Fyrirkomulag á bókhaldi skýrt.

Framkvæmdastjóri kynnti fyrirkomulag á bókhaldi félagsins.  Bókari er staðsettur á Grenivík og fær reikninga og bókhaldsgögn sent frá skrifstofu AFE.  Bókari sér um tekjuinnheimtu fyrir félagið.  AFE fær sent uppgjör frá bókara mánaðarlega. 

Framkvæmdastjóri fór yfir áætlun félagsins og stöðu þess fyrstu 5 mánuði ársins.  Skýrði jafnframt frá viðræðum Atvinnuþróunarfélaga við Byggðastofnun.  Uppsögn samninga hefur verið munnlega dregin til baka, en áfram er unnið að nýjum samningum. 

4. Verkefnalisti hvers starfssviðs. Farið yfir verkefni í gangi. Kynning á verkbókhaldi AFE.

Framkvæmdastjóri kynnti verkbókhald félagsins.

Framkvæmdastjóri og starfsmenn fóru yfir helstu verkefni hvers starfssviðs. 

5. Umræður um þemu og mælieiningar þeirra.

Formaður ræðir um þemu og hvort starfsáætlun sé til staðar, m.t.t. fjölda verkefna.   Til umhugsunar fyrir stjórnarmenn fyrir næsta fund hverjar starfsáherslur AFE eigi að vera. 

Rætt um nokkur áhersluverkefni, m.a. um að markaðssetja eyfirsk fyrirtæki gagnvart fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmdum.

Umræður um Byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar.  Rætt með hvaða hætti AFE og heimamenn geti komið að þeirri vinnu sem framundan er. Ákveðið að senda Iðnaðarráðuneytinu bréf þar sem AFE býður fram krafta sína í þágu nýrrar Byggðaáætlunar.

Umræður um Nýsköpunarmiðstöð í Byggðaáætlun.  Ræddar ýmsar hugmyndir varðandi endurskoðun á starfsemi AFE.    

Umræður um stefnumótun AFE og hvernig framvirkir árangursmælikvarðar sem  voru settir. 

Formaður lagði til að stjórnarmenn fari yfir stefnumótunargögnin og komi með hugmyndir um starfsáherslur.

Rætt um hugmyndir að félagsaðild fyrirtækja að AFE.         

6. Önnur mál

Framkvæmdastjóri kynnti endurskoðun á samningi um rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna á Norðurlandi.  Lagt til að gerð verði endurskoðun á rekstri miðstöðvarinnar til að búa henni varanlegan rekstrargrundvöll. Framkvæmdastjóra falið að útfæra drög að samningi í samráði við formann. 

Framkvæmdastjóri kynnti drög að styrktarsamningi við Afþreyingarmiðstöð Íslands. 

Heimasíður

Stjórnarmenn hafa verið skráðir á póstlista AFE.

Fréttabréf AFE

Umræða um hvort ætti að standa að útgáfu fréttabréfs.  Ákvörðun látin bíða næsta fundar. 

Stefnt að næsta fundi  miðvikudaginn 7. ágúst kl 16

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 19

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is