41. fundur
Fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar var haldinn mánudaginn 21. nóvember kl. 16:00 að Glerárgötu 36 í fundarherbergi 3 hæð.
Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson stjórnarformaður
Árni V. Friðriksson ritari
Valdimar Bragason varaformaður
Aðalheiður Eiríksdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Starfsmenn AFE:
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri og Magnús Þór Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
2. Framtíðarsýn AFE. Breytingar á starfsemi félagsins
Vinnuhópur sem var skipaður á síðasta fundi hefur komið saman og fór yfir ákveðin áhersluatriði. Formaður lagði gögn fyrir fundinn um stoðkerfi við atvinnulíf sem umræðugrundvöll. Ákveðið að vinnuhópur útfæri atvinnu-og byggðaþróunarstefnu félagsins með áherslu á sérstök verkefni tengd framtíðarsýn sveitarfélaga í atvinnumálum og skili tillögum til stjórnar ekki síðar en 29.nóvember.
3. Nýjar áherslur STÓREY
Formaður gerir grein fyrir stjórnarfundi Stórey sem haldinn var 15.nóvember sl. Kynnir verkefni sem lagt var fyrir Stórey en stjórn á eftir að taka afstöðu til.
4. Verkefni í gangi
Starfsmenn fóru yfir helstu verkefni í gangi.
5. Önnur mál
Endurskoðun á aðild Hríseyjar að AFE
Framkvæmdastjóri lagði fyrir fundinn drög að bréfi frá AFE til sveitarstjóra Hríseyjar. Umræður um málið.
Þóknun fyrir nefndarsetu á vegum AFE
Rætt um að greiða sérstaklega fyrir setu í stjórnum og nefndum á vegum AFE. Framkvæmdastjóra falið að skoða launagreiðslur fyrir sambærilega stjórnarsetu.
Næsti fundur ákveðinn 2. desember kl 16
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 17:45
Fundaritari: MÁ