40. fundur
Fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar var haldinn mánudaginn 4. nóvember kl. 16:00 að Glerárgötu 36 í fundarherbergi 3 hæð.
Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson stjórnarformaður
Árni V. Friðriksson ritari
Valdimar Bragason varaformaður
Aðalheiður Eiríksdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Starfsmenn AFE:
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri og Magnús Þór Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fjárhagsstaða félagsins fyrstu 9 mánuði ársins og endurskoðuð áætlun ársins. (fskj. 1)
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu félagsins og gerði grein fyrir frávikum frá áætlun.
3. Tillögur vinnuhóps um Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri.
Stjórnarformaður gerði grein fyrir tillögum vinnuhóps sem hann á sæti í um Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri. Farið var yfir glærukynningu um Nýsköpunarmiðstöðina. VK og HS sátu í dag fund með framkvæmdastjóra Iðntæknistofnunar og forstöðumanni Impru þar sem kom fram samstarfsvilji þeirra við AFE. Impra leggur áherslu á að AFE, Nýsköpunarmiðstöð og Frumkvöðlasetur Norðurlands verði í sama húsnæði. Stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð hefji starfsemi 1.desember nk. Umræður um málið.
4. Verkefnislýsing á markaðssetningu fyrirtækja í Eyjafirði gagnvart
framkvæmdum á Austurlandi. (fskj.2)
Starfsmenn gerðu grein fyrir því hvernig verkefnið verður unnið. Umræður um málið.
5. Nýr verkefnisrammi um STÓREY, endurmönnun.
Stjórnarformaður gerði grein fyrir verkefnavinnu á vegum STÓREY.
6. Framtíðarsýn AFE. Breytingar með tilkomu Nýsköpunarmiðstöðvar. Ný tækifæri. (fjskj.3)
Starfsmenn fóru yfir Benchmark úttekt sem gerð var á félaginu og gefur góða mynd af stöðu fyrirtækisins í samanburði við aðra sérfræðiþjónustu og bestu þekktu aðferðir. Framkvæmdastjóri setti fram hugmyndir um breytingar á starfsemi AFE. Stjórnarmenn viðruðu sínar hugmyndir um breytingar á AFE. Ákveðið að mynda vinnuhóp um framtíðarsýn AFE. Stefnt er að því að hópurinn ljúki störfum 15. nóvember.
7. Verkefni í gangi (fskj.4)
Framkvæmdastjóri fór yfir nokkur helstu verkefni félagsins.
8. Önnur mál
- Byggðaáætlun Eyjafjarðarsvæðisins
Umræður um samstarf við vinnuhóp um byggðaáætlun. Ákveðið að AFE sendi hópnum bréf og bjóði fram þjónustu sína.
Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 21.nóvember kl 4
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 18:58
Fundaritari: MÁ