Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

34. fundur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

13. febrúar 2002 kl. 16:00 -18:30
Glerárgata 36

Stjórnarmenn                
Sigurður J. Sigurðsson    
Guðrún Pálína                
Hallgrímur Ingólfsson
Aðalheiður Eiríksdóttir
Hákon Hákonarson

Starfsmenn
Hólmar Svansson, framkvæmdarstjóri
Benedikt Guðmundsson sem ritar fundagerð

1. Fundargerð síðasta fundar

Lögð var fram fundargerð 33. fundar og var hún samþykkt samhljóma.

2. Umræður um útsent efni eftir síðasta fund

Nokkur umræða var um þau verkefni sem AFE hefur verið að vinna að á undanförnum árum. SJS velti þeirri spurningu upp hvort starfsemi félagsins kæmist ekki nægjanlega vel til skila til sveitarfélaganna. HH lagði til að framkvæmdastjóri tæki saman hvaða verkefni félagið hefur verið að vinna að á kjörtímabilinu og sendi til sveitarfélaganna. Var samþykkt að fela framkvæmdastjóra að taka saman greinagerð til kynningar á næsta fundi félagsins. Einnig var óskað eftir því að framkvæmdastjóri legði fram frumdrög að endurskoðaðri stefnumótun félagsins.

3. Frumkvöðlasetur Norðurlands - yfirlit yfir starfsemi

Lagt var fram til kynningar yfirlit um starfsemi Frumkvöðlasetur Norðurlands fyrir síðasta ár.

4. Samningar við Byggðastofnun - framvinda málsins

Framkvæmdarstjóri sagði frá stöðu mála varðandi samningana við Byggðastofnun og sagði einnig frá hugmyndum í nýrri byggðaáætlun varðandi endurskipulagningu atvinnuþróunarstarfs á landsbyggðinni.

5. Staðan á Nippon Chemi Con

Lagt var fram minnisblað frá Fjárfestingarstofu Iðnaðarráðuneytisins, orkusviði, um heimsókn fulltrúa frá Nippon Chemie-Con Co til Íslands og Akureyrar 22. til 26 janúar s.l.

6. Önnur mál

6.1 Afþreyingarmiðstöð Íslands
Lagt var fram samstarfsverkefni í ferðaþjónustu til kynningar frá óstofnuðu félagi.
6.2 Ako-Plastos
Framkvæmdastjóri greindi frá aðkomu AFE að málinu.
6.3 Innheimtumál félagsins
Framkvæmdastjóri lagði til að félagið nýtti sér innheimtukerfi bankana til að innheimtu reikninga.
6.4 Hugleiðing um félagsgjald.
Framkvæmdastjóri kynnti hvernig önnur félög innheimtu félagsgjöld. Óskaði hann eftir áliti stjórnarmanna á þessari hugmynd. Samþykkti stjórnin að óska eftir því að framkvæmdastjóri upplýsti nánar á næsta fundi hvernig og með hvaða hætti þetta gæti gert sig.
6.5 Rekstraruppgjör frá 2001 - bráðabirgðatölur
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir bráðabirgðauppgjörinu og frávikum frá fyrri áætlun.
6.6 Byggðaáætlun fyrir 2002 til 2005
Nokkur umræða var um nýútkomna byggðaáætlun. Ákveðið var að fresta umræðu þar til framkvæmdastjórar atvinnuþróunarfélaganna hefðu fundað um málin.

7. Heimsókn:

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar kynnti starfsemi félagsins. Fór hún yfir helstur verkefni sem Símey er að vinna með sem eru:
· Tengd menntamálaráðuneytinu
· Fastir samningar við aðila sem sinna símenntun
· Verkefnatengdir samningar (dæmi Skref fyrir Skref)
· Sjálfstæð verkefni (þarfagreiningarverkefni MUS)
· Samvinnuverkefni
· Þróunarverkefni
Hún greindi frá því að menntamálaráðuneytið hefði samþykkt fjárstuðning til eins árs sem gerði Símey fært að ráða sér starfskraft í 80% vinnu en hann hóf störf 1. janúar 2002. Hún greindi frá fyrirhuguðum fræðslufundum sem styrkja á tengslin við sveitarfélögin.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 18:45. Næsti fundur ákveðin 13. mars á sama tíma og stað.

 

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is