Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

67. stjórnarfundur AFE

67. stjórnarfundur AFE var haldinn mánudaginn 20. desember kl. 16:00 að Borgum við Norðurslóð.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Árni V. Friðriksson
Jóhann Ingólfsson – fór af fundi kl. 17:30
Oktavía Jóhannesdóttir
Stefanía Traustadóttir boðaði forföll

Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt samhljóða

2. Álþynnuverksmiðja

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi álþynnuverksmiðju. Aðrir framleiðslumöguleikar ræddir. Umræður.

3. Stóriðja á Norðurlandi

Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fóru yfir stöðu mála í stóriðjumálum á Norðurlandi.

4. Vaxtarsamningur

Halldór fór yfir stöðu mála í Vaxtarsamningnum. Umræður.

5. Styrkir úr verkefnasjóði AFE

Framkvæmdastjóri fjallaði um þau fyrirtæki sem koma til greina varðandi styrkveitingar.

Stjórn samþykkir tillögur framkvæmdastjóra til styrkveitingar.

6. Önnur mál

Fjallað um nokkur mál sem eru í gangi.

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 10. janúar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 17:55.

Að fundi loknum fór stjórn saman í jólamat.

Fundarritari: HRG

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is