61. fundur
Fundur stjórnar AFE var haldinn mánudaginn 10. maí kl. 16:00 að Glerárgötu 36.
Mættir stjórnarmenn:
Árni V. Friðriksson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valur Knútsson
Stefanía Traustadóttir
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt samhljóða.
2. Reikningar félagsins yfirfarnir
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikninga félagsins og skýrði frá helstu niðurstöðum, erfitt er að bera saman árin 2002 og 2003 þar sem miklar breytingar hafa orðið á félaginu á þessum tíma. Nokkrar athugasemdir komu og umræður um málin.
Ársreikningur 2003 samþykktur samhljóða.
3. Undirbúningur aðalfundar
Framkvæmdastjóri fór yfir undirbúning fyrir aðalfund sem haldinn verður 14. maí n.k. í Ólafsfirði. Oktavía boðaði forföll á aðalfundi og mun varamaður koma inn fyrir hana. Umræður um málið.
4. Önnur mál
- Uppgjör 1. ársfjórðungs 2004
Framkvæmdastjóri kynnti uppgjör félagsins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Umræður um einstaka liði.
Stjórnarformaður fjallaði um Vaxtasamning fyrir Eyjafjörð. Umræður um málið.
Næsti fundur er aðalfundur og er hann haldinn í Tjarnarborg, Ólafsfirði kl. 16:00.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 17:25.
Fundarritari: HRG