Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

63. fundur

Fundur stjórnar AFE var  haldinn miðvikudaginn 18. ágúst kl. 16:00 að Glerárgötu 36.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson stjórnarformaður
Árni V. Friðriksson
Jóhann Ingólfsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Stefanía Traustadóttir

Starfsmenn AFE:
Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri.

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt samhljóða.

2. Stóriðjumál

Formaður gerði grein fyrir stöðu mála í ljósi aukins áhuga orkukaupenda á byggingu verksmiðju á Norðurlandi. Umræður um málið.  Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna og senda á stjórnarmenn fyrir næsta fund.

3. Vaxtarsamningur

Framkvæmdastjóri skýrði frá gerð vaxtarsamnings og skipan verkefnisstjórnar sem Þorsteinn Gunnarsson háskólarektur veitir formennsku.  Umræður um málið.

4. Innri mál AFE

a) Framkvæmdastjóri kynnti rekstrarniðurstöðu fyrstu 6 mánaða ársins.

b) Endurmenntun: Formanni og framkvæmdastjóra falið að móta tillögur að reglum varðandi endurmenntun starfsmanna sem takið mið af því sem þekkist í öðrum fyrirtækjum og stofnunum.

c) Húsnæðismál: Rædd staða mála varðandi húsnæði félagsins.  Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að lausn húsnæðismála.

5. Önnur mál

Lagt fram til kynningar erindi frá FN og Exorku um rannsóknarklasa á varmaorkusviði.

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 13. september nk.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18

Fundarritari: MÁ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is