Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

64. fundur

Fundur stjórnar AFE var haldinn mánudaginn 27. september kl. 16:00 að Glerárgötu 36.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Árni V. Friðriksson
Oktavía Jóhannesdóttir
Stefanía Traustadóttir
Jóhann Ingólfsson, mætti kl. 16:20

Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt samhljóða

2. Álþynnuverksmiðja

Framkvæmdastjóri fór yfir málið. Umræður. Stjórnarmenn verða uppfræddir þegar frekari fréttir eru af málinu.

3. Vaxtarsamningur

Stjórnarformaður fór yfir stöðu á Vaxtarsamningi Eyjafjarðar og hvað hafði gerst. Lögð fram drög að verksamningi við AFE um framkvæmd Vaxtarsamnings fyrir Eyjafjörð og forsendur starfsáætlunar. Umræður.

4. Innri mál: Verkefni, fjárhagur og endurmenntun

Framkvæmdastjóri lagði fram rekstrareikning ársins 2004 og áætlun fyrir síðasta ársfjórðunginn. Einnig var fjallað um endurmenntun starfsmanna. Umræður um málin.

5. Húsnæðismál

Lagðar fram teikningar af fyrirhuguðu húsnæði Atvinnuþróunarfélagsins í Rannsóknarhúsi Háskólans að Sólborg. Umræður um fyrirhugaðan flutning sem verður í byrjun október.

Stjórn samþykkir að flytja starfsemi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar í Rannsóknarhús Háskólans á Akureyri.

6. Önnur mál

Fjallað um málefni tengd álveri í Eyjafirði.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:45.

Fundarritari: HRG

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is