66. stjórnarfundur AFE
66 stjórnarfundur AFE var haldinn mánudaginn 29. nóvember kl. 16:00 að Borgum við Norðurslóð.
Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson, stjórnarformaður
Oktavía Jóhannesdóttir
Stefanía Traustadóttir
Bjarni Jónasson kom á fund fyrir Árna Friðriksson sem boðaði forföll
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt samhljóða
2. Heimsókn álþynnufyrirtækis
Framkvæmdastjóri skýrði frá heimsókn álþynnufyrirtækis og lögð fram gögn um heimsóknina. Umræður um verkefnið.
3. Vaxtarsamningur
Halldór fór yfir stöðu mála í Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, hvað hafði gerst frá síðasta stjórnarfundi og hvað væri á döfinni. Umræður.
4. Stóriðjumál
Stjórnarformaður fór yfir stóriðjumál og hver staðan væri þar. Fjallað um samvinnu á milli aðila á Norðurlandi um þessi mál. Umræður.
5. Rekstur AFE
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstrarreikning 2004 og rekstraráætlun fyrir lok árs 2004. Farið yfir rekstraráætlun fyrir árið 2005. Umræður.
6. Önnur mál
Fjallað um endurmenntun starfsmanna.
Framkvæmdastjóri fjallaði um nokkur verkefni á svæðinu til að styrkja. Kallað eftir nánari útlistun á verkefnunum.
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 20. desember.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:00.
Fundarritari: HRG