Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

57. fundur

Fundur stjórnar AFE var  haldinn mánudaginn 12. janúar kl. 16:00 að Glerárgötu 36.

Mættir stjórnarmenn:
Árni V. Friðriksson
Jóhann Ingólfsson
Stefanía Traustadóttir
Valur Knútsson
Oktavía Jóhannesdóttir, mætti nokkrum mínútum eftir að fundur var hafinn.

Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt

2. Rekstur AFE fyrir 2003

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöðu rekstrarreiknings 2003. Umræður um málið.

3. Verkefni AFE

  • JCC verksmiðja
    Framkvæmdastjóri fór yfir stöður mála, umræður.
  • Stórey
    Stjórnarformaður fjallaði um Stórey og endurskipulagningu á samstarfinu. Kynntar voru tillögur að vinnuhóp með öðrum hagsmunaaðilum í stað Stóreyjar. Umræður.
  • Ný verkefni á árinu 2004
    Framkvæmdastjóri fór yfir verkefnaáætlun fyrir árið 2004 og kynnti ný verkefni. Stefnt að kynningu fyrir eigendum þegar verkefni hafa verið skilgreind nánar. Umræður um málið.

4. Önnur mál

Fundarmenn fjölluðu almennt um atvinnumál á svæðinu.

Næsti fundur ákveðinn 9. febrúar kl. 16:00.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 17:40.

Fundarritari: HRG

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is