62. fundur
Fundur stjórnar AFE var haldinn fimmtudaginn 10. júní kl. 16:00 að Glerárgötu 36.
Mættir stjórnarmenn:
Árni V. Friðriksson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valur Knútsson
Valdimar Bragason, varamaður
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE
1. Stjórn skiptir með sér verkum
Aldursforseti stjórnar, Árni V. Friðriksson, setti fundinn og bauð stjórn velkomna til starfa. Tillaga var gerð að sömu verkaskiptingu stjórnar og á síðasta starfsári og var hún samþykkt samhljóða. Verkaskipting stjórnar er eftirfarandi: Valur Knútsson formaður stjórnar, Stefanía Traustadóttir varaformaður stjórnar og Árni V. Friðriksson ritari stjórnar.
2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt samhljóða.
3. Vaxtasamningur
Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fjölluðu um Vaxtarsamning við Eyjafjörð. Umræður um stjórnskipulag verkefnisins. Framkvæmdastjóri las drög að samningnum. Umræður um málið.
Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að útfæra tillögur að Vaxtarsamningi sem ræddar voru á stjórnarfundi.
4. Önnur mál
- Framleiðsla á sólar-sellum
- Álþéttaverksmiðjur
- Íslenskt álver
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu í nokkrum málum. Umræður.
Ekki var tekin ákvörðun um annan fund en fundur verður boðaður ef ástæða þykir.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:00.
Fundarritari: HRG