Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

48. fundur

Fundur stjórnar AFE var  haldinn mánudaginn 25. apríl kl. 9:00 að Glerárgötu 36 í fundarherbergi 3 hæð.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson stjórnarformaður
Aðalheiður Eiríksdóttir
Árni V. Friðriksson
Oktavía Jóhannesdóttir
(Valdimar Bragason boðaði forföll)

Starfsmenn AFE:
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri og Magnús Þór Ásgeirsson forstöðumaður Þróunar- og markaðssviðs.

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt samhljóða. 

2. Undirtektir aðildarsveitarfélaga við tillögum á breytingum á starfsemi félagsins

Framkvæmdastjóri kynnti svör sveitarfélaga.  Svör hafa borist frá öllum aðildarsveitarfélögum nema Hrísey og Arnarneshreppi og voru þau lögð fyrir fundinn.  Öll svörin fela í sér stuðning við tillögur stjórnar AFE.  

Þingeyjarsveit hefur sent erindi um hvort sveitarfélagið getur fengið að greiða  aðildargjöld fyrir hluta sveitarfélagsins eins og nú er gert þ.e. hinn gamla Hálshrepp.  

Framkvæmdastjóra falið að láta endurskoðanda félagsins endurskoða stofnsamning félagsins í samræmi við tillögur stjórnar AFE um breytt starfssvið og gerðar verði tillögur að samþykktum fyrir félagið sem mætti leggja fyrir aðalfund AFE. Úrlausn erindis Þingeyjarsveitar er háð endurskoðun á stofnsamningi félagsins.  Stefnt að því að halda aðalfund mánudaginn 26. maí nk.   

3. Starfsmannamál

3.1 Breytingar á starfsemi

Formaður fór yfir áhrif breyttrar starfsemi AFE á fjölda starfsmanna.  Rætt um samstarf við Markaðsskrifstofu Norðurlands. 

Framkvæmdastjóra falið að segja starfsmanni ferðamálasviðs upp störfum og kynna breytingarnar fyrir aðilum í ferðaþjónustu.  

3.2 Ósk um lausn frá störfum

Formaður kynnti ákvörðun framkvæmdastjóra um að óska eftir lausn frá störfum.  Formanni falið að gera drög að starfslokasamning við framkvæmdastjóra og leggja fyrir stjórn.

3.3 Ráðning framkvæmdastjóra

Rætt um starfsmannamál í framhaldinu.       

4. Önnur mál

Húsnæðismál

Umræður um húsnæðismál félagsins og þjónustu ritara. 

 

Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 7. maí nk.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 11

Fundarritari: MÁ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is