56. fundur
Fundur stjórnar AFE var haldinn mánudaginn 8. desember kl. 16:00 í Sveinbjarnargerði.
Mættir stjórnarmenn:
Árni V. Friðriksson
Jóhann Ingólfsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valur Knútsson
Stefanía Traustadóttir
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri AFE
Halldór Ragnar Gíslason, verkefnastjóri AFE
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Framkvæmdastjóri las upp fundargerð síðasta stjórnarfundar og var hún samþykkt án athugasemda.
2. Rekstur AFE 2003 og áætlun fyrir 2004
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstrarreikning AFE árið 2003, áætlunina út árið sem og áætlun fyrir árið 2004, gögn lögð fram. Athugasemdir og umræður. Áætlun samþykkt.
3. Verkefnaáætlun 2004 og endurmenntun
Framkvæmdastjóri fór yfir verkefnastöðu félagsins og hugsanlega endurmenntun starfsmanna. Umræður um málin.
4. Staða helstu verkefna
- JCC verksmiðja
- Flugmál
- 150 millj. Byggðastofnunar
- annað
Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður fóru yfir helstu verkefni sem í gangi eru og stöðu þeirra, fylgiskjölum fyrir hvert verkefni dreift. Umræður um málin.
5. Endurskoðun á STÓREY
Fjallað var um fund sem haldinn var í STÓREY deginum áður og breytingar á samstarfinu í kjölfar breytinga á MIL. Umræður um málið.
6. Önnur mál
Ekkert var tekið fyrir undir liðnum önnur mál
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn12. janúar kl. 16:00.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:25.
Fundarritari: HRG