Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

50. fundur

Fundur stjórnar AFE var  haldinn mánudaginn 19. maí kl. 16:00 að Glerárgötu 36.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson stjórnarformaður
Aðalheiður Eiríksdóttir
Árni V. Friðriksson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valdimar Bragason

Starfsmenn AFE:
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri og Magnús Þór Ásgeirsson forstöðumaður Þróunar- og markaðssviðs.

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar

Samþykkt.

2. Undirbúningur aðalfundar v/ 2002

Rætt um dagskrá aðalfundarins og fjallað um kynningar.  Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikninga félagsins.  Umræður um ársreikninga félagsins.  Stjórnin samþykkir að leggja ársreikninginn fyrir aðalfund.

3. Önnur mál

Kynntar verklagsreglur vegna sérverkefna. 

Kynnt auglýsing eftir nýjum starfsmanni.

Umræður um aðild að Upplýsingamiðstöð. Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Umræður um stjórnarlaun, en þau taka breytingum miðað við breytingar kjaradóms á þingfararkaupi.

 

Næsti fundur er aðalfundur mánudaginn 26. maí nk. kl. 16:00, haldinn að Hótel KEA

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18

Fundarritari: MÁ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is