54. fundur
Fundur stjórnar AFE var haldinn mánudaginn 20. október kl. 16:00 að Glerárgötu 36.
Mættir stjórnarmenn:
Árni V. Friðriksson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valur Knútsson
Stefanía Traustadóttir
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri
Halldór Ragnar Gíslason verkefnastjóri
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt með athugasemd um að geta skyldi þess ef fundarmenn kæmu of seint á fund eða færu áður en fundi lyki.
2. Greinargerð um heimsókn japanskra fjárfesta og næstu skref
Framkvæmdastjóri fór yfir heimsókn japanskra fjárfesta til Akureyrar. Heimsóknin gekk almennt mjög vel og mikil ánægja var með hvernig til tókst. Umræður sköpuðust um næstu skref.
Stjórn þakkar starfsmönnum frábæran undirbúning við framkvæmd heimsóknar japanskra fjárfesta.
3. Markaðsátak gagnvart fjárfestum – samningur við Byggðastofnun
Framkvæmdastjóri fjallaði um markaðssókn AFE og gerð nýs kynningarefnis. Styrkur fékkst frá Byggðastofnun til þessa málefnis.
4. Samstarf við sveitarfélög - stöðugreining
Fjallað var um verkefni sem eru í vinnslu með sveitarfélögum eða eru á forstigi.
5. Staða ÚA og KEA og tengd mál
Opnað var fyrir umræður um málefni ÚA og viðbrögð KEA. Umræður um málið.
6. Samstarfsverkefni með Nýsköpunarmiðstöð
Eitt verkefni er í gangi með Nýsköpunarmiðstöðinni þar sem gerð verður þarfagreining á tölvukerfum atvinnuþróunarfélaganna. Í kjölfarið á því gæti verið tækifæri fyrir félögin að ganga til sameiginlegs útboðs.
7. Haustfundur atvinnuþróunarfélaganna
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundinum og hvað fór fram.
8. Önnur mál
Stjórnarformanni fannst þurfa að standa betur að því að senda út póst til stjórnarmanna.
Stjórnarformanni og framkvæmdastjóra verði falin endurskoðun á samningi um STÓREYJAR samstarf.
Fjallað var um byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð og hvar þetta mál væri statt.
Framkvæmdastjóri sagði fundarmönnum frá þingmannafundi sem yrði 22. október og hvaða málefni AFE ætlaði að fjalla um við þá.
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 10. nóvember kl. 16:00.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:00.
Fundarritari: HRG