52. fundur
Fundur stjórnar AFE var haldinn miðvikudaginn 13. ágúst kl. 16:00 að Glerárgötu 36.
Mættir stjórnarmenn:
Árni V. Friðriksson
Jóhann Ingólfsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Stefanía Traustadóttir
Valur Knútsson
Starfsmaður:
Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri.
1. Fundur með Valgerði Sverrisdóttur Iðnaðarráðherra.
Stjórnarformaður bauð fundarmenn velkomna og bauð Valgerði Sverrisdóttur Iðnaðarráðherra sérstaklega velkomna á fundinn og gaf henni orðið undir fyrsta lið.
Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð og stefnumótunarvinna atvinnulífshóps:
Iðnaðarráðherra kynnti framgang mála varðandi Byggðaáætlunina og sagði niðurstöður hópavinnu liggja fyrir nú í haust. Umræður um aðkomu AFE að framkvæmd verkefna. Ákveðið að Iðnaðarráðherra haldi fund með stjórn AFE þegar niðurstöður liggja fyrir.
Málefni Grænlandsflugs:
Lagt fyrir fundinn bréf frá markaðsstjóra Grænlandsflugs þar sem fram kemur að stjórn Grænlandsflugs hafi ákveðið að halda áfram flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar eftir að flugrekstrarleyfi var veitt til október 2004. Leyfið er veitt með fyrirvara um að viðræður um nýjan loftferðasamning milli Íslands og Danmerkur beri árangur fyrir 1. maí 2004. Iðnaðarráðherra upplýsti að viðræður Íslendinga og Dana gangi afar vel og þeim gæti lokið á næstu vikum og telur því ekki að það ætti að koma til ákvæðis um 1. maí 2004.
Stóriðjumál:
Álþéttaverksmiðja:
Áfram unnið að þessu máli og það virðist margt benda til að niðurstaðan verði jákvæð. Sendiherra Íslands í Japan hefur unnið ötullega í þessu máli og er í stöðugu sambandi við æðstu stjórnendur japanska fyrirtækisins. Þeir eru jákvæðir gagnvart íslandi og þá fyrst og fremst Akureyri.
Stóriðja á Norðurlandi:
Iðnaðarráðherra gerði grein fyrir rannsóknum og undirbúningsvinnu sem hefur verið í gangi. Undirbúningsvinnan hefur aðallega miðast við Húsavík, þar sem rannsóknir við Dysnes voru mun lengra komnar. Viðræður standa yfir við Atlantsál og hafa þeir hug á að reisa allt að 360 þúsund tonna álver. Fundarmenn sammála um að það sé í stærra lagi með tilliti til orkumála. Ef þær viðræður bera ekki árangur þarf að hanna verkefni sem hentar svæðinu með tilliti til orkuöflunar og leita samstarfsaðila um það mál.
Umræður um Dysnes og mikilvægi þess að skilgreina vel næstu skref varðandi undirbúning lóðarinnar.
2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.
3. Rekstur AFE fyrstu 7 mánuði ársins
Framkvæmdastjóri kynnti rekstrarniðurstöður fyrstu 7 mánaða ársins og rekstraráætlun út árið 2003.
4. Kynning á nýjum starfsmanni.
Framkvæmdastjóri skýrði frá ráðningu á nýjum starfsmanni AFE, Halldóri Ragnari Gíslasyni.
5. Verkefnastaða haustsins.
Framkvæmdastjóri kynnti verkefnalista AFE fyrir ágúst og september. Umræður um einstaka verkefni. Lagt fyrir minnisblað um markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestingum.
6. Húsnæðismál – Kynning á samkomulagi
Framkvæmdastjóri kynnti nýtt húsnæði skrifstofu AFE.
7. Ákvörðun um aðild að umferðamiðstöð
Í ljósi þess að AFE hefur lagt niður starfsemi á sviði ferðamála var ákveðið að segja upp samstarfssamningi um rekstur Upplýsingamiðstöðvar.
8. Önnur mál
- Kynnt niðurstaða atvinnulífskönnunar AFE sem gerð var á fyrirtækjamarkaði á Eyjafjarðarsvæðinu.
Næsti fundur ákveðinn 24. september kl 16.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:00
Fundarritari: MÁ