55. fundur
Fundur stjórnar AFE var haldinn mánudaginn 10. nóvember kl. 16:00 að Glerárgötu 36.
Mættir stjórnarmenn:
Árni V. Friðriksson
Oktavía Jóhannesdóttir
Valur Knútsson
Stefanía Traustadóttir, fór af fundi kl. 17:00
Starfsmenn:
Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri
Halldór Ragnar Gíslason verkefnastjóri
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt án athugasemda.
2. Rekstur AFE fyrstu 9 mánuði ársins og áætlun út árið
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur AFE og áætlun út árið lögð fyrir. Athugasemdir og umræður um málið.
3. Rekstarráætlun fyrir árið 2004
Drög að rekstraráætlun fyrir árið 2004 voru lögð fyrir á fundinum sem framkvæmdastjóri fór yfir. Umræður um málið.
5. Air Greenland og ferðamál
Fjallað var um tilkynningu Air Greenland, sem hafði komið fyrr um daginn, um að hætta flugi til Akureyrar. Þetta mál kom öllum á óvart.
Stöðvun flugs Air Greenland á milli Kaupmannahafnar og Akureyrar kom stjórn AFE mjög á óvart þar sem upplýsingar um fjölda ferðamanna frá þessu svæði hefðu gefið til kynna að flugið gengi vel í haust og lofaði góðu fyrir komandi mánuði. Stjórnin harmar hvernig staðið var að upplýsingagjöf í kringum niðurfellingu flugsins og finnst þau vinnubrögð og gefnar skýringar óásættanlegar.
6. Önnur mál
Fjallað var um japanska fjárfesta og hvar það mál væri statt.
Endurskipulagning á STÓREY ítrekuð.
4. Kynning á Nýsköpunarmiðstöð
Hér komu Björn Gíslason og Siguður Steingrímsson starfsmenn Impru - nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri á fundinn, kl. 17:00. Þeir kynntu starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar og hvaða verkefni hefðu verið í gangi og hvert framhaldið yrði. Umræður um málið.
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 8. desember kl. 16:00.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:00.
Fundarritari: HRG