Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs.

Fyrir árið 2002

Haldinn á Hótel KEA 26. maí kl. 16:00

Valur Knútsson stjórnaformaður setti fund. Hann skipaði í embætti, fundarstjóra Árna Friðriksson og ritara Ómar Banine. Því næst kynnti Árni dagskrá.

Því næst var gengið til hefðbundinnar dagskrár sem var eftirfarandi:

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnarformanns og framkvæmdastjóra
  2. Ársreikningar kynntir
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðslu ársreikninga
  4. Breytingar á samþykktum félagsins
  5. Kynning á breyttri starfssemi AFE
  6. Tillaga stjórnar um breytingu á framlögum sveitarfélaganna fyrir árið 2003
  7. Skipun stjórnar
  8. Önnur mál. 

1. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra

Valur fjallaði um breyttar áherslur AFE og vísaði til þess að aðlaga þyrfti AFE  að breyttum ytri aðstæðum,  svo sem  tilkomu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar á Akureyri og Markaðsskrifstofu Norðurlands.  Hann vísaði til þess að áhugi hefði verið hjá  ferðaþjónustuaðilum að koma slíkri skrifstofu á laggirnar. Stefnumótunarvinna hefði sýnt fram á  að greinin vildi fá ferðamálin í sínar hendur og því hefði verið nærtækast að beinum afskiptum AFE að ferðamálum yrði hætt.

Í máli stjórnarformanns kom fram að framtíðaráherslur félagsins lægju á þremur meginsviðum:

  1. AFE leiði verkefni um mótun samræmdrar atvinnustefnu sveitarfélaganna á starfssvæðinu til 5 ára og að jafnan verði sett í forgang sérstök áhersluverkefni sem á hverjum tíma tengjast framtíðarsýn í atvinnumálum á svæðinu.
  2. Félagið verði framkvæmdaaðili sveitarstjórna á verkefnum á sviði atvinnumála samkvæmt skilgreindum verklagsreglum við hvert og eitt sveitarfélag.
  3. AFE vinni að markaðsverkefnum sem snúa að því að efla Eyjafjarðarsvæðið og kynna það sem vænlegt til fjárfestinga og reksturs fyrirtækja.

Þá fjallaði hann stuttlega um starfsmanna- og húsnæðismál og þakkaði stjórn og starfsmönnum fyrir vel unnin störf.

Hólmar framkvæmastjóri AFE tók til máls og fjallaði um helstu verkefni liðins starfsárs. Í máli hans kom fram að AFE hefur unnið við 157 skilgreind verkefni á árinu og einnig kom fram að árangur af þeim verkefnum sem sett voru á oddinn sé almennt mjög góður. Hólmar leit einnig yfir farinn veg á þeim starfssviðum sem nú leggjast af þ.e. nýsköpunar og ferðasviði. Minntist Hólmar  sérstaklega á eftirfarandi verkefni:

  • Grænlandsflug
  • Álþéttaframleiðanda frá Japan
  • Norðtak
  • Snow Magic sem er NPP verkefni
  • Erlent samstarf á sviði ferðamála
  • Eistlandsferð á umhverfisráðstefnu sem gat af sér umhverfisráðstefnu á Akureyri.
  • Vestnorden á Akureyri haustið 2002.
  • Kynningarfundi um ýmis málefni

Áhersluverkefni eða “þemaverkefni” liðins starfsárs voru einnig tekin fyrir s.s beint flug, flutning ríkisstofnana, laða að fyrirtæki sem hafa rekstrarlegan ávinning af því að koma til Eyjafjarðar og að efla jákvætt hugarfar gagnavart frumkvöðlum og nýsköpun.

Þá tók Hólmar fyrir verkefni þar sem ekki náðist sá árangur sem vænst var eftir. Einnig fjallaði hann um fjármagn til nýsköpunar og hver þróunin hefur verið í þeim málum frá upphafi AFE.

Niðurstaðan varðandi nýsköpun og ferðamál er sú að þetta eru langtíma verkefni og ber að nálgast þau sem slík.

2. Reikningar lagðir fram

Framkvæmdastjóri kynnti ársreikning fyrir rekstrarárið 2002. Rekstrarhagnaður félagsins var 1.450 þús og telst viðunandi.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning

Engar umræður. Ársreikningur borinn upp til samþykktar. Samþykktur samhljóða

4. Samþykktir fyrir AFE

Hólmar kynnti samþykktir félagsins sem voru svo bornar undir atkvæði. Samþykktar samhljóða.

5. Breytingar á starfsemi félagsins

Magnús Þ. Ásgeirsson nýr framkvæmastjóri AFE  frá 1. júní. ræddi um breytt starfssvið félagsins og viðhorfskönnun gagnvart AFE á meðal íbúa svæðisins. kynnti breytingar á starfssemi félagsins, framkvæmd áhersluverkefna og rekstraráætlanir félagsins. Guðný sveitarstjóri á Grenivík spurðist fyrir um áætlun 2003 og fékk útsýringu á launaliðum sem voru vegna starfsloka.

6. Tillaga stjórnar um breytingu á framlögum sveitarfélaganna

Fundarstjóri kynnti tillögu stjórnar um framlög til félagsins frá 1. júlí 2003, en þær taka mið af íbúafjölda í hverju sveitarfélagi og verða nú 655 kr á íbúa í sveitarfélögum með fleiri en 300 íbúa en 561 kr í minni sveitarfélögum.

Tillagan borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.

7. Skipun stjórnar

Úr stjórn gengu Aðalheiður Eiríksdóttir og Valdimar Bragason.  Í stað þeirra koma inn Jóhann Ingólfsson og Stefanía Traustadóttir. Ný stjórn AFE er því:
Árni V. Friðriksson - Akureyri, Jóhann Ingólfsson - Grýtubakkahreppi, Oktavía Jóhannesdóttir - Akureyri, Stefanía Traustadóttir - Ólafsfirði og Valur Knútsson - Akureyri. Varamenn eru Bjarni Jónasson - Akureyri og Valdimar Bragason - Dalvíkurbyggð.

8.Önnur mál

Undir önnur mál þakkaði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri fráfarandi stjórn fyrir störf hennar og þeim starfmönnum AFE sem hverfa á braut. Þá tók Jóhann Guðni sveitarstjóri Þingeyjarsveitar til máls og vildi hann halda áframhaldandi tengslum við AFE þó að hans sveitarfélag væri á leið út úr AFE sem aðildarsveitarfélag.

Síðasti liðurinn á fundinum var sérverkefni AFE  þar sem Magnús frá AFE fjallaði um hvernig slík verkefni gætu verið unninn, þ.e.a.s. verklagsreglur, en viðkomandi sveitarfélag ber kostnaðinn af slíku verkefni. Dæmi um slíkt verkefni eru verkefnið Rafræn Viðskipti sem er Evrópu verkefni og Akureyri og Dalvík eru þátttakendur í.

Hólmar bað um orðið og þakkaði fyrir hlý orð og þakkaði stjórn og samstarfsmönnum samstarfið.

Valur stjórnarformaður endaði fundinn. Fjallaði um lækkun gjalda og reksturinn almennt sem hann taldi hafa gengið vel. Hann sá fyrir sér stærra athafnasvæði AFE og minntist á að  samvinna  út fyrir Eyjafjarðarsvæðið gæti vel  átt sér stað.

Hann lauk fundi með því að bjóða nýja stjórn velkomna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10

Fundargerð ritaði Ómar Banine

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is