51. fundur
Fundur stjórnar AFE var haldinn miðvikudaginn 18. júní kl. 16:00 að Glerárgötu 36.
Mættir stjórnarmenn:
Árni V. Friðriksson
Jóhann Ingólfsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Stefanía Traustadóttir
Valur Knútsson
Starfsmaður:
Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri.
1. Ný stjórn skiptir með sér verkum
Aldursforseti stjórnar, Árni V. setti fundinn og bauð nýja stjórn velkomna til starfa. Tillögur um hlutverk voru samþykkt samhljóða og voru sem hér segir: Valur Knútsson formaður stjórnar, Stefanía Traustadóttir varaformaður og Árni V. Friðriksson ritari stjórnar.
2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt samhljóða.
3. Verkefnaáætlun yfir sumarmánuðina
Framkvæmdastjóri kynnti nýja verkefnaáætlun AFE fyrir júní til og með september 2003 og fór yfir einstaka verkefni. Umræður um ýmis verkefni.
4. Stuðningur við Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.
Stjórn AFE samþykkir að styrkja skrifstofuna um 1 milljón króna samkvæmt fyrirliggjandi skilyrðum sem kynntar hafa verið aðstandendum Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi.
5. Önnur mál
- Ráðning verkefnastjóra. Framkvæmdastjóra og stjórnarformanni falið að ganga til viðræðna við þá umsækjendur sem þykja hæfastir.
Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 13. ágúst kl. 16:00.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 17
Fundarritari: MÁ