45. fundur
Fundur stjórnar AFE var haldinn mánudaginn 17. febrúar kl. 16:00 að Glerárgötu 36 í fundarherbergi 3 hæð.
Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson stjórnarformaður
Árni V. Friðriksson ritari
Aðalheiður Eiríksdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Starfsmenn AFE:
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri og Magnús Þór Ásgeirsson forstöðumaður Þróunar- og markaðssviðs.
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt samhljóða.
2. Staða á kynningu breytinga á rekstri AFE
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu á kynningu á breytingum AFE gagnvart sveitarfélögum. Umræður um aðkomu sveitarfélaga að AFE. Ákveðið að boða til samráðsfundar eigenda AFE, þar sem framtíðarverkefni og rekstrarform félagsins verða mótuð. Tillaga að tímasetningu er 14. mars kl 13:30.
3. Umræður um verkefni:
Grænlandsflug: Framkvæmdastjóri skýrði frá stöðu mála gagnvart flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Rætt um eftirfylgni AFE. Stjórnarmenn lýstu yfir mikilli ánægju með verkefnið og ræddu um að fylgja þurfi málinu eftir af festu.
Heimsókn Japanskra fjárfesta: MÁ gerði grein fyrir heimsókn álþéttaframleiðenda til Akureyrar fyrr í þessum mánuði. Umræður um mikilvægi þess að fá heimsóknir fjárfesta.
4. STÓREY mál
Stjórnarformaður gerði grein fyrir stöðu mála í verkefnum STÓREY.
5. Önnur mál
Byggðastofnun samningur undirritaður
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samningi sem nýlega var undirritaður við Byggðastofnun.
Næsti fundur ákveðinn 3. mars
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:30
Fundarritari: MÁ