Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

44. fundur

Fundur stjórnar AFE var  haldinn mánudaginn 13. janúar kl. 16:00 að Glerárgötu 36 í fundarherbergi 3 hæð.

Mættir stjórnarmenn:
Valur Knútsson stjórnarformaður
Árni V. Friðriksson ritari
Aðalheiður Eiríksdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Valdimar Bragason

Starfsmenn AFE:

Hólmar Svansson framkvæmdastjóri og Magnús Þór Ásgeirsson forstöðumaður Þróunar- og markaðssviðs.

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.

Samþykkt samhljóða.

2. Vinnuhópur um þátttöku Akureyrarbæjar í atvinnumálum.

Lagðar fyrir fundinn niðurstöður vinnuhóps Akureyrarbæjar um atvinnumál.  Formaður fór yfir helstu atriði skýrslunnar.  Umræður um málið.  Ákveðið að fundarmönnum gefist tækifæri til að lesa skýrsluna yfir og ræða hana á næsta fundi.

3. Heimsóknir og kynning breytinga g.v. sveitarfélögum.

Stjórn AFE felur framkvæmdastjóra og fulltrúa úr stjórn AFE að fara í heimsóknir til sveitarfélaga og kynna breytta starfsemi AFE. Jafnframt er mælst til þess að kynning AFE fari fram samhliða kynningu fulltrúa Akureyrarbæjar um tillögur vinnuhóps Akureyrarbæjar um atvinnumál.  Framkvæmdastjóra falið að ganga frá fundartímum og senda á stjórnarmenn.  Kynning AFE verður send til allra stjórnarmanna áður en hún verður flutt.

4. Starfsáætlun fyrir komandi mánuði ásamt stöðu helstu verkefna.

Framkvæmdastjóri fór yfir áætlun komandi mánaða.  Starfsmönnum falið að setja verkefnin upp í Project.        

5. Önnur mál.

NPP Sortland: Þátttaka með Akureyrarbæ samþykkt

(Hér viku starfsmenn af fundi)

Launamál starfsmanna:  - Engin ákvörðun til bókunar

 

Næsti fundur var ákveðinn 3. feb 2003

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 18:30

Fundarritari: MÁ

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is