Fréttir (nýrra efni er á forsíðu!)

|Föstudagur 7. desember 2001 |

Námskeiðið Fyrstu skref í útflutningi haldið á Akureyri.

Fyrstu skrefin í útflutningi er hagnýtt námskeið sem er ætlað að gefa innsýn í ferli útflutnings og hvar leita megi upplýsinga. Námskeiðið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að hefja útflutning en ekki síður þeim sem eru byrjaðir í útflutningi, markaðsfólki, stjórnendum fyrirtækja og þeim sem vilja kynna sér viðfangsefnið nánar. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 11. desember að Glerárgötu 36 og hefst kl 8:30

|Fimmtudagur 15. nóvember 2001 |

Nýr forstöðumaður nýsköpunar- og markaðssviðs AFE.

Nýverið var gengið frá ráðningu Magnúsar Þórs Ásgeirssonar til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, en þar mun Magnús gegna starfi forstöðumanns nýsköpunar- og markaðssviðs. 

|Föstudagur 2. nóvember 2001 |

Ráðstefnuhandbók um Akureyri og Norðurland kemur út.

Loks er komin út ráðstefnuhandbók sem er ætlað að kynna fyrir áhugasömum aðilum möguleikana á því að halda ráðstefnur, árshátíðir, hvataferðir og þess háttar hér á starfssvæðinu. Bókin er þegar komin í dreifingu og fær góðar viðtökur. 

|Föstudagur 21. september 2001 |

Ferðakaupstefnan Vest Norden á Akureyri 2002.

Atvinnuþróunarfélagið fór þess á leit við Ferðamálaráð og þá fulltrúa Vest Norden ráðsins sem Ísland á að næsta Vest Norden ferðakaupstefna verði haldin á Akureyri haustið 2002. Nú á Vest Norden í Grænlandi var þessi beiðni samþykkt. Þetta teljum við mjög mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi þar sem þessi kaupstefna er sótt af fjölmörgum ferðaheildsölum um allan heim. 

|Miðvikudagur 12. september 2001 |

Greining úr gistináttaskýrslum Hagstofu Íslands.

Í sumar fengum við fulltrúa í Hagstofu Íslands til að skrifa út fyrir okkur ákveðnar kennitölur um gengi gististaða hér á starfssvæðinu. Það er búið að taka þessi gögn saman í svolitla samantekt sem er birt hér á netinu. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á þessum málaflokki að kynna sér þessi gögn. Góða skemmtun.

|Föstudagur 7. september 2001 |

Átak til atvinnusköpunar- umsóknarfrestur til 28.sept.

Nú er að fara líða að lokum næstu umsókna í Átak til atvinnusköpunar sem verkefni sem iðnaðarráðuneytið stendur fyrir en Impra sér um framkvæmdina á. Markmiðin eru að veita styrki til tvennskonar verkefna: 

1.Verkefna sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu.
2.Verkefna sem eru skilgreind sem sérstök átaksverkefni ráðuneytisins og ætlað er að hafa víðtæk áhrif en eru ekki bundin við afmarkað verk, einstakling eða fyrirtæki.

Hvetjum við alla sem hafa verkefni sem uppfylla þessi skilyrði til að setja sig í samband við okkur og við getum aðstoðað við að gera umsóknina. Athugið að úr veitingu í vor kom einn styrkur á Eyjafjarðarsvæðið upp á 1. milljón kr. Sjá nánar á heimasíðunni Átak til atvinnusköpunar

| Fimmtudagur 6. september 2001 |

Beint flug næsta sumar til Akureyrar

Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri hefur unnið að því um nokkuð skeið að koma á beinu flugi frá bretlandi til Akureyrar. Í vikunni var gengið frá samningi um að flugfélagið Palm Air fljúgi hingað þrjár dagsferðir sumarið 2002. Að sögn Helenu hefur þetta verið í undirbúningi um tveggja ára skeið en loks er málið í höfn. Dagsferðir til Íslands hafa verið að aukast og hefur Ferðaskrifstofan Nonni um nokkra ára skeið selt slíkar ferðir gegnum Reykjavík. Óskum við aðstandendum Nonna til hamingju með þennan árangur og væntum þess að þetta verði bara upphafið að fleiri beinum flugleiðum til Akureyrar.

 

| Fimmtudagur 6. september 2001 |

Ferðamálafulltrúi á faraldsfæti

Atvinnuþróunarfélagið mun senda fulltrúa sinn á Vest-Norden kaupstefnuna eins og undanfarin ár. Að þessu sinni eru það Grænlendingar sem standa að framkvæmdinni og verður kaupstefnan í Jacobshavn á vestur strönd Grænlands 17.-20.9.2001.  Tilgangurinn er sem fyrr að kynna svæðið og koma Eyjafirði og Norðurlandi inn á kortið hjá ferðaskrifstofum út um allan heim. 
Eins er fyrirhugað að fara á WTM eins og í fyrra til að kynna svæðið. Sú ferð verður 12.-15. nóvember. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hvað þar verður í boði geta haft samband við Ómar í 460-5700. 

| Fimmtudagur 6. september 2001 |

Akureyrarkort og upplýsingahefti

Atvinnuþróunarfélagið tók að sér að hafa yfirumsjón með hönnun á nýju Akureyrarkorti. Undanfarin ár hafa ýmsir aðilar gefið út eins konar auglýsingakort. Að þessu sinni var sameinað kortið og upplýsingahefti sem í bransanum hefur oft verið kallað grábrók". Upplýsingakortið kom út í vor og hefur fengið ágætar viðtökur. 

| Miðvikudagur 5. september 2001 |

Frumkvöðlasetur Norðurlands: 
Fyrsti viðskiptavinur kominn inn!

Nú í sumar hóf Pétur Bjarnason störf sem framkvæmdastjóri Frumkvöðlaseturs norðurlands. Í kjölfarið var farið að undirbúa komu fyrstu leigjenda inn í setrin. Mánudaginn 3. september kom fyrsta fyrirtækið í starfsstöðina á Akureyri. Þetta er fyrirtæki sem heitir Farm-inn og er að vinna að markaðssetningu á bókunarkerfi fyrir ferðaþjónustu.

| Miðvikudagur 5. september 2001 |

Grønlandsfly til Akureyrar

Í lok ágústmánaðar fengum við heimsókn frá sendinefnd frá Grænlandsflugi og Grænlensku heimastjórninni til viðræðna um möguleika á því að millilenda þotu félagsins á Akureyri á flugleið þeirra milli Kaupmannahafnar og Kangerlussuaq.  Voru þeim kynntir þessir möguleikar og hittu þeir bæði fulltrúa fyrirtækja hér á svæðinu sem og fulltrúa stjórnvalda í Reykjavík. 

| Mánudagur 3. september 2001 |

Vika Símenntunar 

Í vikunni er mikið í gangi hjá SÍMEY en nú stendur yfir vika símenntunar. Þarna verða fjölmargar kynningar á því sem hægt er að nema í formi fræðslu af ýmsum toga. Hvetjum við alla til að skoða dagskrána nánar á  www.simey.is

| Föstudagur 18. maí 2001 |

Finnlandsferð 

Í Febrúar síðastliðnum fór fríður hópur manna frá Eyjafjarðarsvæðinu og Mývatni til Rovaniemi í Finnlandi til að kynna sér hvað Finnarnir voru að gera varðandi vetrarferðamennsku. Einnig var litið við í Helsinki.

| Fimmtudagur 17. maí 2001 |

Málþing um jarðgöng gegnum Vaðlaheiði

Frummælendur:

Stefán Reynir Kristjánsson, framkvæmdarstjóri Spalar ehf.

Sigfús Jónsson, framkvæmdarstjóri Nýsis hf. 

Dr. Grétar Þór Eyþórsson, rannsóknarstjóri RHA 

Birgir Guðmundsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra.

| Föstudagur 11. maí 2001 |

Aðalfundur AFE fyrir starfsárið 2000

Þann 10. maí var haldinn aðalfundur Atvinnuþróunarfélagsins. Þar komu fram hefðbundnar upplýsingar um rekstur félagsins en einnig var gerð grein fyrir mörgum þeim verkefnum sem félagið kom á á liðnu starfsári. Nánari upplýsingar fást ef smelt er hér.  Aðalfundur AFE 2000 

| Föstudagur 26. apríl 2001 |

Ný staða Iðntæknistofnunar á Akureyri

Umhverfis og efnistæknisvið Iðntæknistofnunar hefur  ráðið til sín starfsmannan sem á að vera staðsettur á Akureyri. Þessum starfsmni er ætlað að vinna með fyrirtækjum hér að meiri sjálfvirknivæðingu og framþróun í framleiðsluferlum, sem og að aðstoða fyrirtæki við að fá þjónustu frá hinum ýmsu deildum Iðntæknistofnunar.  Starfsmaðurinn er Steinar Magnússon sem hefur verið rekstrarstjóri hjá Vaka-DNG síðan 1998.  Þar áður var hann tækni- og þróunarstjóri Sæplasts frá '91-'98.  Við bindum miklar vonir við þennan góða liðsauka sem okkur er að berast og væntum mikils af þessu samstarfi. Steinar verður staðsettur hér í Glerárgötu 36 hjá okkur og Frumkvöðlasetri Norðurlands.  Hann hefur störf 2. maí.

| Föstudagurinn 26. april 2001 |

Viðburðarskráning á www.eyjafjordur.is 

Í vikunni fór í gang nýtt kerfi á ferða og kynningarsíðu AFE www.eyjafjordur.is. Þar er um að ræða viðburðarskráiningarkerfi þar sem aðstandendur viðburða hvort sem um er að ræða listviðburði, íþróttaviðburði eða annars konar afþreyingar geta kynnt sinn viðburð án nokkurs tilkostnaðar. Þetta er þjónusta sem vonandi mun nýtast vel innlendum sem og erlendum ferðamönnum sem í sífellt meira mæli taka upplýsingar af vefnum um hvað er í gangi hverju sinni. Hvetjum við áhugasama til að skoða þetta. Slóðin er www.eyjafjordur.is/isl/index.htm og þar er smellt á viðburði.  

| Fimmtudagur 15. mars 2001 |

Verulegar endurbætur á afe.is

Um þessar mundir er verið að fara í gegnum notkunina á þessum vef og hvernig hann nýtist sem best. Til dæmis er dagskrá og fundargerðir komnar inn en einnig stendur til að bæta við enskri útgáfu ætlaða erlendum fjárfestum.Ef þú hefur skoðun á vefnum okkar fyrir alla muni leyfðu okkur að heyra af því. 
Þitt álit!

| Fimmtudagur 15. mars 2001 |

Ferðamálafundur: Ráðstefnuskrifstofa Íslands

Hvað getur Ráðstefnuskrifstofa Íslands (sem við erum aðilar að) gert fyrir og í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á Eyjafjarðarsvæðinu. Sjá Dagskrá

| Fimmtudagur 15. mars 2001 |

Fundur um fyrirtækjastefnumót

AFE og Iðntæknistofnun verða með opinn fund fyrir fyrirtæki um fyrirtækjastefnumót þann 27. mars í fundarsal AFE, Glerárgötu 36, 3. hæð. Sjá líka í Dagskrá



| Föstudagur 16. febrúar 2001 |

Nýsköpun 2001

Nú er Nýsköpun 2001 hafin að nýju. Þetta er sem fyrr samkeppni um gerð viðskiptaáætlana. Að þessu sinni verður ákveðin formbreyting á keppninni og vonum við að það verði til að bæta enn frekar árangur þátttakenda í keppninni. 

Við hér á Eyjarfjarðarsvæðinu höfum tvívegis fengið verðlaun í tengslum við keppnina og á síðasta ári var tillaga sú sem héðan kom sú sem vann til fyrstu verðlauna. 

Við ætlum okkur að halda þessum árangri áfram og hvetjum því alla sem til þess hafa getu og áhuga að setja sig í samband við okkur.  Nú er að draga fram góðar hugmyndir sem legið hafa ofaní skúffu og láta nú verða af því að láta drauminn um eigið fyrirtæki rætast.

Meira

| Fimmtudagur 15. febrúar 2001 |
Styrkir til atvinnumála kvenna

Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári heimild til að úthluta í styrki 20 milljónum króna til atvinnumála kvenna. Áhersla er lögð á að greinargóð lýsing á verkefni fylgi með umsókn, sundurliðuð kostnaðaráætlun svo og að fram komi hvort leitað hafi verið til annarra um fjárstyrk. Tilgangur styrkveitinga er einkum að auka fjölbreytni í atvinnulífi, viðhalda byggð um landið og efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna.

Meira

| Miðvikudagur 24. janúar 2001 |
Stuðningur við lista- og menningarstarfsemi
Í fjárlögum 2001 er, eins og undanfarin ár, fjárveitingaliðurinn “Listir, framlög”. Að því leyti sem skipting liðarins er ekki ákveðin í fjárlögum ráðstafar menntamálaráðuneytið honum á grundvelli umsókna til ýmissa verkefna á sviði lista og annarrar menningarstarfsemi.
Meira

| Miðvikudagur 24. janúar 2001 |
Handverkssýning
Heildsölusýning á handverki og listiðnaði – minjagripir

„Handverk og hönnun“ hefur ákveðið að halda heikdsölusýningu á handverki og listiðnaði um mánaðarmótin feb. og mars 2001. Markmiðið með sýningunni er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og að auka fjölbreytni á íslenskum minjagripamarkaði.
Meira

| Miðvikudagur 24. janúar 2001 |
Styrkir
Nokkrir styrkir eru kynntir hér á heimasíðunni. Til þess að lesa nánar um þessa styrki skaltu smella hér eða á takkann meira.

Meira

|Þriðjudagur 23. janúar 2001|
Í sóknarhug
Í sóknarhug, fundarröð um byggðamál hefur nú göngu sína að nýju.  Á fyrsta fundinum á þessu ári sem haldinn er í dag fjallar Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, um Landskrá fasteigna.
Meira

| Fimtudagur 18. janúar 2001|
Skref fyrir skref
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar ásamt Starfsþróunarfyrirtækinu Skref fyrir skref héldu opinn fund á Hótel KEA þar sem Hansína B. Einarsdóttir fjallaði um hlutverk leiðtogans á tuttugustu og fyrstu öldinni.  Var fyrirlesturinn mjög vel sóttur og mættu nálægt 90 manns á fundinn.  Töluvert margir óskuðu eftir eintaki af fyrirlestrinum og er hægt að nálgast hann hér.
Meira

| Miðvikudagur 3. janúar 2001 |
ÍE til Akureyrar
Fulltrúar Íslenskrar erfðagreiningar og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, hafa skrifað undir samning sem felur í sér viðamikil samstarfs- og þróunarverkefni, en þau munu skapa forsendur fyrir tugum nýrra hátækni- og sérfræðistarfa á Akureyri. Háskólinn á Akureyri, og Íslensk erfðagreining hafa einnig skrifað undir samning um stofnun upplýsingatæknibrautar við háskólann sem hefur það verkefni að kenna upplýsinga- og tölvufræði. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar átti þátt í að leiða saman þessa aðila til ofangreinds samstarf.
Meira

| Mánudagur 24. nóvember 2000 |
Ráðstefna um fiskeldi og sjávarútveg
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar ásamt stóð nýlega fyrir ráðstefnu um fiskeldi og sjávarútveg, þar var kastljósinu beint að mikilvægustu málefnum er varða fiskeldi hér á landi.  Með ráðstefnunni var vakin athygli á Eyjafjarðarsvæðinu sem álitlegum kosti til fiskeldis.
Erindi ráðstefnunnar

| Mánudagur 30. október 2000 |
Í sóknarhug
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar ásamt sjónvarpsstöðinni Aksjón og Háskólanum á Akureyri standa fyrir hádegisverðarfundum í vetur eins og síðasta vetri enda voru undirtektir voru mjög góðar. Sú nýbreytni verður tekin upp að fjalla um efni fundanna í sérstökum þætti á Aksjón daginn fyrir fundinn.  Þar mun starfsmaður AFE stjórna stuttum þætti þar sem gerð er grein fyrir fundarefninu og fá til sín einn eða tvo viðmælendur. Efni fundanna í vetur verður fjölbreytt. og m.a verður fjallað um fjárfestingar og fyrirtækjarekstur á Eyjafjarðarsvæðinu,  hverjar eru efndir ríkisvaldsins í byggðamálum 1999-2001, fjármál sveitarfélaganna og tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga. Þá verður fundur um verslun og þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu m.v. höfuðborgarsvæðið og þannig mætti lengi telja.  Fundirnir verða haldnir einu sinni í mánuði á þriðjudögum og eru allir velkomnir. 

| Miðvikudagur 20. september 2000 |
Ný söluherferð til Akureyrar fyrir erlenda ferðamenn
Flugfélag Íslands í samstarfi við Hótel KEA, Sérleyfisbíla Akureyrar og aðra ferðaþjónustuaðila, hafa sett saman pakkaferð til Akureyrar á komandi vetri, sem samanstendur af flugi frá Reykjavík til Akureyrar, móttöku á flugvellinum á Akureyri og gistingu á Hótel KEA.
Meira

| Miðvikudagur 14. ágúst 2000 |
Nýsköpunarsetur Norðurlands
AFE hefur að undanförnu unnið að uppsetningu nýsköpunarseturs á Akureyri. Setrið verður rekið í sambýli AFE, og fleiri aðila. Stefnt er að því að frumkvöðlasetrið verði til húsa í húsnæði Háskólans á Akureyri að Glerárgötu 36 og að starfsemi AFE flytji þangað með haustinu. Þessu til viðbótar verður Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar þar til húsa, svo og fyrirtækið Skrín sem er dótturfyrirtæki Skýrr. Ráðgert er að starfsemin verði á tveimur efstu hæðunum í Glerárgötu en hluti af starfsemi HA flytur úr Glerárgötunni upp á Sólborg í næsta mánuði.

| Föstudagur 11. ágúst 2000 |
Könnun ferðaþjónustufyrirtækja í Eyjafirði
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur látið kanna ýmsa þætti í rekstri og framboði ferðaþjónustufyrirtækja í Eyjafirði.
Meira

| Miðvikudagur 21. júní 2000 |
Viltu stofna fyrirtæki?
Margir íhuga þegar þeir hefja atvinnurekstur hvaða rekstrarform er hagstæðast. Stofnun fyrirtækis er spennandi verkefni og vanda þarf hvert skref í undirbúningnum. Áhættuna við að stofna fyrirtæki má minnka verulega með því að ganga vel frá öllum hnútum í upphafi. Hyggir þú á stofnun fyrirtækis getur nýútkomin bók á netinu, Stofnun fyrirtækis, komið þér að góðu gagni.
Jafnframt er upplýsingavefur Ríkisskattstjóra gagnlegur.
Þegar smellt er á "meira" hér að neðan birtist grein sem fjallar um atriði er varða skattlagningu einstaklingsrekstrar, sameignarfélags, einkahlutafélags og hlutafélags og máli skipta við val á rekstrarformi.
Meira

| Mánudagur 19. júní 2000 |
Fyrirtækjastefnumót í Álaborg
Nú í júní tóku sex fyrirtæki af Norðurlandi eystra þátt í svokölluðu Europartenariat fyrirtækjastefnumóti með ágætum árangri. Markmið Europartenariat, sem að þessu sinni var haldið í Álaborg í Danmörku, er að hvetja evrópsk fyrirtæki til að stofna til samstarfs sín á milli. AFE sendi fulltrúa sem var þátttakendum af svæðinu til aðstoðar. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Bjarna Þórólfsson hjá AFE.
Meira

| Þriðjudagur 20. júní 2000 |
Styrkir Evrópusambandsins til nýsköpunarverkefna
Evrópusambandið auglýsti 15. júní eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna. Styrkirnir geta numið allt að 1,7 millj. evrum, eða um 124 millj. kr. og ætlast er til að verkefnin taki ekki lengri tíma en 3 ár. Verkefnin þurfa að beinast að því að auðvelda fyrirtækjum nýsköpunarstarfið. Þar spila inn í bæði tæknilegar úrlausnir ásamt stjórnun verkefna, fjármögnun, verndun hugverka og fleiri þættir sem hafa áhrif á nýsköpunarferlið. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Bjarna Þórólfssyni eða á heimasíðunni: www.cordis.lu/innovation-smes/

| Mánudagur 19. júní 2000 |
Nýsköpun 2000
Nýsköpunasjóður verðlaunaði sjö viðskiptaáætlanir í samkeppni um gerð viðskiptaáætlana. Fyrstu verðlaun hlaut Egill Jónsson, tannlæknir á Akureyri, fyrir áhugaverða hugmynd á sviði tannviðgerða. Egill segir "skemmdir vera í 99% tilvika mjög ámóta. Engu að síður hefur hingað til þurft að gera sérstaka fyllingu fyrir hverja skemmd, fyrir utan að erfitt hefur verið að komast að sumum skemmdum. Hugmyndin felst í því að fjöldaframleiða fyllingar fyrir hverja skemmd. Galdurinn felst í því að gera holuna tilbúna fyrir fyllinguna.
Upplýsingar um samkeppnina, sem haldin er árlega, veitir Bjarni Þórólfsson hjá AFE.
Meira

| Þriðjudagur 30. maí 2000 |
Úttekt á möguleikum Eyjafjarðar í fjar- og gagnavinnslu
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur opnað heimasíðu með skýrslu félagsins á möguleikum Eyjafjarðar í fjar- og gagnavinnslu. Slóðin er afe.is/fjargagn/ en einnig er hægt að komast á heimasíðuna með því að smella á myndina hér að ofan. Þar er líka boðið upp á PDF-útgáfu af skýrslunni.

| Þriðjudagur 9. maí 2000 |
Markaðstorg fyrir fjar- og gagnavinnsluverkefni
Nýverið opnaði Valgerður Sverrisdóttir Iðnaðar- og viðskiptaráðherra vefinn www.fjarvinnsla.is. Markaðstorgið er hugsað til þess að auðvelda fyrirtækjum á landsbyggðinni markaðssetningu, og fyrir væntanlega verkkaupa til að kynna sér þá þjónustu sem er í boði.

| Þriðjudagur 4. apríl 2000 |
Ímyndarbæklingurinn
Undanfarið hefur Atvinnuþróunarfélagið unnið að ímyndarbæklingi fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Þetta verkefni hefur verið unnið í samvinnu við Húsavík og Mývatn, enda ljóst að flestir ferðamenn er til Akureyrar koma fara einnig á fyrrnefnda staði. Meginhluti  bæklingsins fjallar þó um Eyjafjarðarsvæðið. Bæklingnum hefur verið dreift nokkuð víða, m.a. á Florida og Frakklandi og fengið jákvæða dóma.

| Fimmtudagur 30. mars 2000 |
Átak til atvinnusköpunar
Styrkveitingar iðnaðarráðuneytis undir merkjum "Átaks til atvinnusköpunarveitir" eru ætlaðar til tvennskonar verkefna. Impra, þjónustumiðstöð frumkvöðla og fyrirtækja fer með framkvæmd verkefnisins, sjá nánar á heimasíðu stofnunarinnar. 

| Þriðjudagur 4. apríl 2000 |
Akureyrarkort/bæklingur
Atvinnuþróunarfélagið er nú að vinna í bæklingi og korti fyrir Akureyri. Sú nýlunda verður höfð á að kortið og bæklingurinn verða sameinuð. Þarna verður að finna almennar upplýsingar um Akureyri fyrir ferðamenn. 

| Mánudagur 13. mars 2000 |
Vörusýningar erlendis
Á heimasíðu Útflutningsráðs er að finna ágætt yfirlit yfir Vörusýningar erlendis árið 2000. Bjarni Þórólfsson hjá AFE veitir einnig nánari upplýsingar.

| Mánudagur 13. mars 2000 |
Ferðastyrkur fyrir handverksfólk 
Handverk og hönnun hefur ákveðið að ráðstafa 500.000 kr. til handa handverksfólki sem vill afla sér þekkingar í greininni, hérlendis eða erlendis. Hugmyndin er að koma til móts við einstaklinga vegna náms- og/eða ferðakostnaðar. Áhugasamir geta skilað inn skriflegum umsóknum með greinargerð um verkefnið fyrir 1. maí og/eða 1. september 2000. Póstfangið er Handverk og hönnun, pósthólf 1556, 121 Reykjavík.

| Mánudagur 13. mars 2000 |
Annar hluti Leonardo da Vinci áætlunarinnar
Fjölmargir Íslendingar hafa notið styrkja úr Leonardó starfsmenntaáætluninni. Markmið Leonardó áætlunarinnar er að bæta fagkunnáttu og færni fólks í starfsmenntun og símenntun. Áætlunin höfðar sérstaklega til fræðslustofnanna, smærri fyrirtækja, félaga, samtaka og samtaka auk þeirra sem standa fyrir félagslegri uppbyggingu, t.d fyrir atvinnulausa og þá sem standa höllum fæti á vinnumarkaði. Frekari upplýsingar um Leonardó áætlunina má fá á heimasíðu Landsskrifstofu Leonardó www.rthj.hi.is eða hjá Bjarna Þórólfssyni hjá AFE.

| Mánudagur 13. mars 2000 |
Sjávarútvegur
Upplýsingaveita sjávarútvegsráðuneytisins hefur opnað vefsíðu. Þar má fræðast um sjávarútvegsmálin og stefnu stjórnvalda í þeim.

| Mánudagur 30. október 2000 |
Ráðstefna um fiskeldi og sjávarútveg
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar ásamt Fóðurverksmiðjunni Laxá ehf efnir til ráðstefnu um fiskeldi og sjávarútveg í 17. nóvember og verður kastljósinu beint að helstu eldistegundum hér á landi.

| Mánudagur 30. október 2000 |

Í sóknarhug

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar ásamt sjónvarpsstöðinni Aksjón og Háskólanum á Akureyri standa fyrir hádegisverðarfundum í vetur eins og síðasta vetri enda voru undirtektir voru mjög góðar.

 

| Miðvikudagur 16. október 2000 |

Nýsköpunarsetur Norðurlands

AFE hefur að undanförnu unnið að uppsetningu nýsköpunarseturs á Akureyri. Setrið verður rekið í sambýli AFE, og fleiri aðila. Stefnt er að því að frumkvöðlasetrið verði tekið í notkun 27. nóvember.

 

| Miðvikudagur 20. september 2000 |

Ný söluherferð til Akureyrar fyrir erlenda ferðamenn

Flugfélag Íslands í samstarfi við Hótel KEA, Sérleyfisbíla Akureyrar og aðra ferðaþjónustuaðila, hafa sett saman pakkaferð til Akureyrar á komandi vetri, sem samanstendur af flugi frá Reykjavík til Akureyrar, móttöku á flugvellinum á Akureyri og gistingu á Hótel KEA. 

Meira

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Glerárgata 36 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 463 0998 - Netfang: - Heimasíða: afe.is
Síðast uppfært: 25. April 2003 kl. 11:16 GMT